Prepar H2

Prepare -H2 verkefnið er styrkt af rannsóknasjóðum evrópusambandsins, þeim hluta sem helgaður er vetni í samstarfi framleiðenda við rannsóknageirann. Þessi samvinnuvettvangur er skammstafaður JTI HFC (Joint technological Initiative on Hydrogen and Fuel Cells). Smám saman er verið að þoka vetnistækninni af tilraunastiginu og fleyta faratækjunum út til almennra notenda. Þó stefnir þessi sjóður á að fylgja eftir nokkrum stórum leiðandi tilraunaverkefnum, innan ákveðinna geira eins og notkun á sjó eða til að dempa framleiðslu í orkuvinnslu óstöðugra orkuvera (t.d. milli samtengdra vindmylla) og fleiru í þeim dúr. En Prapare H2 stefnir að því að gera úttekt á þeirri reynslu sem 5 tilraunahópar hafa fengið út úr því að reka ýmis vetniskerfi, fá álit starfsmanna og notenda á því hvað mætti betur fara. Niðurstöðunum verður skilað til samstarfsvettvangsins.

Vinna Íslenskrar NýOrku er fólgin í verkefnisstjórnun ( María Maack) yfirsýn á þær viðhorfskannanir sem gerðar hafa verið meðal þeirra sem notað hafa vetnistækni, yfirlit um þróun kostnaðar í samanburði  við aðra samgöngutækni og eldsneyti og lista af góðum ráðum í verkefnisstjórn eins miðað við hvernig hefur gengið að reka ýmsa vetnisstarfsemi fram að þessu.

Verkefnisfélagar Nýorku eru: Vetnissamtökin í Danmörku, SINTEF í Noregi, ENEA á Ítalíu og Tækniháskólinn í Berlín.

 

Skýrslur verkefnisins má finna hér:

Deliverable 1 &  3 - Social studies in context with hydrogen deployment: Analysis, quality, gaps and recommendations. 

Deliverable 2 & 4 - Economic aspects related to introduction of Hydrogen as transportation fuel. 

Deliverable 5 - Practicalities of running hydrogen fuel chains: Recommendations for hydrogen projects based on interviews with experienced staff in this fuel service. Emphasis on Project design, administration and financial issues.

Prepar-H2 poster - with highlights from the recommendations. 

Prepar-H2 presentation - a presentation from Jón Björn Skúlason that was held on the 22nd of November 2011 as a part of the Joint Undertaking (FCH JU) stakeholders General Assembly in Brussels.