RENSEA

Aukin notkun vistvæns eldsneytis hefur verið ofarlega á baugi síðastliðna tvo áratugi. Þar spila stóran þátt sveiflur í heimsmarkaðsverði olíu, umhverfisáhrif jarðefnaeldsneytis en lögð hefur verið mikil áhersla á orkuskipti í samgöngum á landi. RENSEA verkefnið snýst hins vegar um að þróa vélbúnað fyrir litla og meðalstóra báta, sem knúinn er af vistvænum orkugjöfum.

RENSEA fór af stað 1. maí 2012 og er styrkt af NORA sjóðnum (Norrænt Atlantshafssamstarf). Verkefnið var þá skilgreint sem rannsóknarverkefni og markmið þess var að kanna fýsileika þess að nota rafmagn til að knýja báta af miðlungs stærð.

Ákveðið var að útbúa tvo báta með vélbúnað sem nýtti vistvænt eldsneyti. Annar báturinn, sem er í eigu Norðursiglingar á Húsavík, hafði verið notaður í ferðamannageiranum, þ.e. bátur ætlaður hvalaskoðun og sjóstangveiði. Hinn báturinn er seglskúta sem notuð er til upplýsinga og umhverfisathugana og er í eigu Bellona í Noregi. Langtímamarkmiðið er að nota saman gömlu víkinga segltæknina og nýju rafgeymatæknina, þar sem bátarnir verða með rafmótor og auk þess dísel ljósavél. 

Hér má finna skýrslu um fyrri hluta RENSEA verkefnisins.

 

        

Annar hluti RENSEA hófst í janúar árið 2014 og er enn í vinnslu. Hannað var svokallað RPHP kerfi (e. regenerative plug-in hybrid electric propulsion) fyrir bátana. Virkni þess lýsir sér þannig að bremsunarorka frá skrúfu hleðst inn á rafgeymi þegar siglt er undan vindi með seglum, líkt og endurnýtanleg orka sem verður til við hemlun í bifreiðum. 

Opal var vígður við hátíðlega athöfn á Húsavík í júlí 2015. Lokaskýrslu verkefnisins er að finna hér.

Þáttakendur eru eftirfarandi:

Norðursigling, verkefnisstjóri (Ísland)

Íslensk NýOrka (Ísland)

Samgöngustofa (Ísland)

Lakeside Excursions (Færeyjar)

Ge Tek, Þrándheimi (Noregur)

ANEL, Rogaland (Noregur)

Bellona (Oslo, Noregi)