EURO-HYPORT

Endurnýjanleg orka er ekki mikið nýtt á meginlandi Evrópu.  Vind- og sólarorku virkjanir eru í stöðugri framþróun og í framtíðinni geta þessar tvær orkulindir mjög auðveldlega séð Evrópu fyrir mun meiri orku en þær gera núna.  Það eru staðir í Evrópu sem hafa mikla möguleika á að framleiða hreina endurnýjanlega orku, til dæmis eru lönd eins og Noregur og Svíþjóð sem fá stóran hluta af sinni orku frá endurnýjanlegum orkulindum.  Ísland, þar sem öll orkan kemur frá endurnýjanlegum orkulindum ( vatnsfalls- og jarðvarmavirkjunum), hefur þó aðeins nýtt um það bil 14% af orkuuppsprettum sínum.

Vetni sem framleitt er með endurnýjanlegri orku er því ekki tiltækt í stórum skömmtum fyrir markaðinn í Evrópu.  Með auknum áhuga á að nota vetni á farartæki og önnur viðfangsefni verður nýr markaður til fyrir vetni.  Vetni hefur aðallega verið framleitt með rafgreiningu vatns eða úr jarðgasi. Framleiðsla vetnis úr jarðgrasi er losar þó nokkuð magn af skaðlegum efnum út í andrúmsloftið.  Aftur á móti er súrefni eina efnið sem losnar við rafngreiningu vatns, svo lengi sem rafmagnið komi frá endurnýjanlegum orkulindum (CO2 laus framleiðsla vetnis).  Á Íslandi er vetni framleitt með þessum hætti og í þessu verkefni verður hagkvæmni útflutnings vetnis frá Íslandi kannaður.

  

Markmið EURO-HYPORT

Markmið EURO-HYPORT verkefnisins var að rannsaka hagkvæmni þess að flytja út vetni frá Íslandi til meginlands Evrópu.  Það eru nokkur aðalatriði sem þarf að kanna fyrir slíka hagkvæmni:

  

1.      Vetnisvinnsla

·         Þessi hluti felur í sér vinnsluaðferðir á Íslandi (gjöld, útblástur og aðrir þættir), form vetnis (fljótandi, gas ofl.) og hagkvæmni vetnisvinnslunnar.

2.      Flutningur vetnis

·         Flutningskostnaður og aðferðafræði tengd því mun vera háð formi (fljótandi, gasform ofl.) og magni vetnisins.  Mismunandi tankar verða skoðaðir og sjóreglugerðir (staðlar/kóðar) í gegnum European Integrated  Hydrogen Phase II (EIHPII), einnig verður þekking notuð frá ISO-technical commitee 197 sem er að skoða vetni og vetnisþætti.

·         Þessi þáttur mun einnig skoða möguleika á pípu frá Íslandi til meginlands Evrópu sem myndi flytja vetni á gasformi eða/og særafstreng sem myndi veita meginlandi Evrópu endurnýjanlega raforku sem væri hægt að nota til að vinna vetni.

3.      Viðtakandinn

·         Markaðs möguleikar og notendur vetnisins verða skoðaðir í rannsókninni, þar er með talið kostnaður dreifingar.  Einnig verður gróft mat gefið til að skýra hver muni græða á minnkun CO2 í andrúmsloftinu, þ.e. neytendur, þeir aðillar sem vinna vetnið, framleiðendur tækja sem ganga fyrir vetni, o.s.frv.

4.      Kostnaður kynningar vetnisins

·         Í sambandi við kynningu vetnis í nútíma þjóðfélagi verður m.a. Ísland notað til rannsóknar.  Það verður góð vísbending um hvað er hægt að áætla um kostnað/ávinning fyrir nýjan þátt í efnahagslífinum þ.e. að skipta frá jarðefnaeldsneyti yfir í vetni.  Mismunandi aðstæður verða athugaðar; vetni á fljótandi formi og á formi gas.  Þessir tveir þættir eru líklegir til að ná árangri í náinni framtíð.  Þetta inniheldur allt flutningskerfið, þar á meðal sjóviðföng (fiskibátar, ferjur ofl.). 

5.      Kynning fyrir almenning

·         Kynning fyrir almenning á vetnistækninni hefur ekki verið nógu mikil til þessa og er því stefnt að því að kynning vetnisframtíðar muni verða nútímavædd.  Geisladiskur (3D-cdrom) verður gefinn út sem sýnir myndrænt  hringrás vatns, vinnslu vetnis, dreifing og notkun vetnis (diskurinn verður talsettur á öllum helstu evrópskum tungumálunum).  Á disknum verður einnig skýrt frá muninum á útblæstri vetnis og jarðefnaeldsneyti.  Diskurinn verður síðan settur á vefsíður samstarfsaðila verkefnisins og á Cordis (vefsíðu framkvæmdarstjórnar EB)

 

Það sem kemur út úr verkefninu verður rannsókn á “Hagkvæmni í útflutningi vetnis frá Íslandi til meginlands Evrópu og kostnaðinn við að kynna vetni í nútíma samfélagi”.  Þrír skalar munu verða notaðir til að mæla hagnýtni útflutnings:

1.      Lítill skali: < 2.000 tonn af vetni árlega

2.      Miðlungs skali: 2.000 tonn af vetni árlega

3.      Stór skali: > 2.000 tonn af vetni árlega

Verkefnið er stórt evrópusamstarfsverkefni og verður notað til að meta sjónarhorn á öllu ferlinu, þ.e. að fara frá því að nota jarðefnaeldsneyti til að knýja farartækin yfir í að nota vetni sem orkugjafa.  Niðurstöðurnar verða dýrmætar fyrir meginland Evrópu þar sem þær munu koma af stað umræðu um að nota endurnýjanlega orku til að knýja faratæki í framtíðinni og skref í áttina að ná markmiði Kyoto-bókunarinnar og að minnka útblástur Evrópu.