Úthrif - Externalities

 

Íslensk NýOrka og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu að því að setja fram aðferðir sem hægt er að beita til að meta útlægan kostnað sem getu verið fólginn í óæskilegum umhverfisáhrifum frá jarðvarmaverum. Eingöngu var litið til umhverfiskostnaðar en ekki lagt mat á vermætli útlægra aukanytja eins og til dæmis betri aðgang að svæðum í kring um jarðvarmaver, menntagildið eða auðveldari aðgang að heitu vatni fyrir sumarbúsataðbyggð svo að vel þekkt dæmi séu nefnd.
Skýrslu um málið var skilað inn til Rannís í byrjun febrúarmánaðar 2010. Hún verður ekki gerð opinber að svo stöddu þar sem útreikningar sem notaðst er við eru byggðir á efnis og orkunotkun sem tekin var saman í vistferilgreiningu árið 2002 - 2004. Væntanleg er ný vistferilgreining fyrir Nesjavelli (notaðir sem dæmi) og verður þá hægt að setja inn áreiðanlegri tölur til. Aðferðferðirnar gætu nýst til að meta umhverfis- og félagskostnað (úthrif) í orkuvinnslu eða framkvæmdum.  
 
Verkefnastjóri var Fanney Frísbæk hjá Nýsköpunarmiðstöð og hennar hægri hönd María Maack en Guðrún Lilja Kristinsdóttir vann meistaraverkefni sitt sem snýr að þeim hluta aðferðanna sem eru notaðar til að meta kostnarðarbreytingar á landi í nágrenni jarðvarmavera. 
 
Úthrif er þýðing á erlenda hugtakinu Externalities. Verkefnið hefur dregist af ýmsum ástæðum en mestur tími fór í að afla upplýsinga um tæringu í málmum sem rekja má til efna í jarðgufum. Byggt er á fjölmörgum skýrslum og rannsóknum sem íslenskir vísindamenn hafa gefið út á undanförnum áratugum en meginviðfangsefnið eru framkvæmdir og orkuverið við Nesjavelli.