Rekkevidde eða Raundrægni er verkefni sem Íslensk NýOrka tekur þátt í og er styrkt af norrænum orkurannsókna (NER "Electric Transport"). Það fékk úthlutað 38 milljónum króna. Lykilþátttakendur í því eru Nýsköpunarmiðstöð Finnlands (VTT) og „TestsiteSweden“ en þau sérhæfa sig hermilíkönum fyrir stóru bílaframleiðendurna og geta líkt eftir mismunandi akstursaðstæðum og veðurfari þannig að áhrif þeirra á íhluti með mismunandi driftækni komi fram og drægnin metin. Nú verða líkönin notuð við norrænar akstursaðstæður til að skoða rafbíla nánar og raunverulegt drægi þeirra. Niðurstöðurnar skipta miklu máli fyrir þá sem hyggjast nota bíla með nýja hreina dritftækni. Fyrstu notkunartilraunir á Íslandi sýna að veðurfar og akstursaðstæður sem og notkun aukabúnaðar hafa talsverð áhrif á það hversu langt er hægt að komast á hverri hleðslu. Fyrstu kynslóðir rafhleðslubíla hafa stutt drægi miðað við bensínbíla og getur það haft áhrif á ákvarðanatöku kaupenda í framtíðinni.