New-H-Ship

New-H Ship er 15 mánaða verkefni, sem byrjaði í febrúar 2004, er stuðningsverkefni (SSA) til að tryggja áframhaldandi vinnu í verkefnum sem eru styrkt af framkvæmdarstjórn evrópubandalagsins og varða notkun vetnis sem orkugjafa fyrir sjóviðföng. Grunnurinn að verkefninu eru niðurstöður verkefna eins og FC-SHIP (kláraðist í Júní 2004) og EURO-HYPOR (kláraðist í Júlí 2003). New-H-Ship mun brúa bilið á þessum grundvelli og hjálpa til við að koma af stað nýju evrópusamstarfsverkefni.

Innleiðing efnarafala og vetnis um borð í skipum er ný tækni í algjörlega nýju umhverfi, þ.e. umhverfi sem er blautt og salt en þetta eru aðstæður sem eru almennt erfiðar fyrir raftæki. Markmið verkefnisins er að finna tæknilegar hindranir sem tengjast skipskröfum og vetnistækni í sjóferðum.

 

Aðal markmið

Finna tæknilegar hindranir fyrir efnarafala og vetni um borð í skipum

Kortlagning þess að hafa skip vetnisdrifin og að koma með tilmæli um frekari þróunarrannsóknir

Verkefnið mun varpa ljósi á evrópustarf sem styðja vetniskerfið og efnarafalana í sjóferðaviðfangsefnum og vinsa úr væntanlega samstarfsfélaga