Íslensk NýOrka tekur þátt í ýmsum samstarfsverkefnum sem verkefnisstjórar, verktakar og ráðgjafar. Það er mikið leitað til fyrirtækisins frá öðrum löndum Evrópu, einkum Norðurlöndum, en jafnframt Bandaríkjunum og Japan, S. Ameríku og eyríkjum um allan heim um þátttöku og samskipti í vetnisverkefnum. Íslensk NýOrka er hvorki með tilraunastofu í eðlis- né efnafræði, enda fara grunnrannsóknir til dæmis um geymslu vetnis fram í Háskóla Íslands. NýOrka tekur þátt í prófunum tækja, tilraunaakstri og nýtingu nýjustu tækni við íslenskar aðstæður og öðrum þeim búnaði sem gæti hentað til að nýta almennt hér. Vetnisstöðin á Grjóthálsi var rekin af Skejlungi og Framtaki en NýOrka nýtti gögn frá henni til að skoða nýtni og þróun otkunarinnar. Vetnisvögnunum var lagt 2007 því þá lauk tilraunaakstrinum. Vetnisstöðin er ekki lengur starfrækt.

Þau fjölmörgu verkefni Íslenskrar NýOrku er hægt að skoða hér til hliðar undir Rannsóknir og Tækniprófun