Vetnispípur

Verkefnið miðar að því að afla þekkingar á eiginleikum pípulagna og möguleikum á nýtingu þeirra til vetnisflutninga. Þetta verður gert með hefðbundinni heimildaleit á internetinu og í fræðiritum, auk þess sem tengslanet Íslenskrar NýOrku ehf. verður notað. Verkefnið felur einnig í sér myndun tengslanets milli íslenskra rannsókna- samfélagsins og þeirra pípulagnaframleiðenda sem fremst standa sem og þeirra sem slíkar lagnir leggja auk notenda. Þannig verður leitað að heppilegum samstarfsaðilum. Samspil framleiðslu og dreifingar á vetni er einn af lykilþáttum varðandi möguleika á að nýta vetni sem eldsneyti til framtíðar.