INTELECT

Sem fyrr er íslensk NýOrka trú stefnu sinni um að kanna hve vel nýtæknibílar henta við íslenskar aðstæður og notkun rafmangdreifikerfis til að vinna til orkubera og hlaða farartækja.

Frá 2003 hefur Íslensk NýOrka staðið að prófun fjölda rafbíla sem ýmist nota aðeins rafgeyma eða mynda rafmagn um borð úr vetni. Uppsöfnuð þekking og reynsla hefur skilað sér í góðri kynningu og tengslum við alþjóðleg rannsókna- og tilraunaverkefni, sem ýmist eru styrkt af norrænum eða evrópskum áætlunum enda hafa 92% af umsóknum fyrirtækisins í erlenda samkeppnissjóði verið samþykktar. Þekking á raftækni í samgöngum er orðin einstök enda unnin í samvinnu við háskóla og fyrirtæki hér á landi og framleiðendur erlendis. Byggt er á skráningu gagna úr fjölda bíla með ýmsar tækniútfærslur, viðmótskönnunum, viðtölum við ökumenn, áætlangerðum, úttektum, mælingum og viðhaldi í tímans rás.


Íslensk NýOrka tekur þátt í verkefni sem fór af stað í mars 2011 (INTELECT) innan ramma norrænna orkurannsókna (NER „Electric Transport“) sem var styrkt um 20 milljónir króna. Markmið þess er að skrá hvernig hið opinbera á öllum Norðurlöndum styður við  visthæfar samgöngur, einkum þær sem ganga fyrir rafmagni. Meðal annars verður hlutverk Orkuseturs á Akureyri að setja upp samnorræna reiknivél á netinu um opinberar ívilnanir sem stuðla að aukinni notkun á visthæfum bílum.

Síðustu misseri hafa norræn fyrirtæki safnað saman upplýsingum um ívilnanir fyrir visthæf ökutæki í sínum heimalöndum sem hluti af norræna verkefninu INTELECT.

Verkefnið fór af stað í mars 2011 og er innan ramma norrænna orkurannsókna (NER - Electric Transport).

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu visthæfra ökutækja – þó aðal áherslan sé á rafsamgöngur. Lokaskýrslan er tól fyrir þá sem vinna á þessu sviði og fyrir bílaframleiðendur til að sýna fram á þau áhrif sem ívilnanir hafa á norrænum markaði.

Skýrslan er auk þess hugsuð fyrir ríkis- og sveitastjórnir landanna en skýrslan gefur gott yfirlit yfir þær ívilnanir sem eru til staðar á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þær hafa á kostnað v


Ein aðal áhersla verkefnisins var að búa til reiknivélar til að skilja áhrif ívilna á rekstrar- og eignarhaldskostnað bifreiða. Hægt er að nálgast reiknivélarnar hér fyrir neðan og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér málið og dreifa til annarra áhugasamra.ið kaup og rekstur bifreiða.

Calculator A

Calculator B

Aðstandendur verkefnisins vona að niðustöður þess muni hvetja til frekari notkunar á visthæfum ökutækjum og að upplýsingarnar sem þar eru að finna gætu jafnvel nýst til stefnumótunar í þessum málefnum.

Lokaskýrsla Intelect