SUGRE-verkefnið er hluti af 6. rammaáætlun ESB, og miðar að því að kynna og hvetja til notkunar á umhverfisvænum orkugjöfum fyrir farartæki, með sérstakri áherslu á stóra bílaflota (s.s. þjónustubifreiðar, almenningssamgöngur, o.s.frv.). Allir grænir orkuberar, t.d. vetni, metan og lífrænt eldsneyti, og allar tegundir véla (sprengihreyflar, rafalar, tvinnvélar o.fl) eru til skoðunar innan verkefnisins. Vinnan felur m.a. í sér viðhorfskannanir, þróun á kynningar- og fræðsluefni og ráðgjöf til rekstraraðila um val á bílum.
Íslensk NýOrka og SUGRE verkefnið gáfu út bækling sem ber nafnið "Visthæfar samgöngur - Stefna og aðgerðir fyrirtækja" sjá má bæklinginn hér
Hér fyrir neðan má svo sjá fréttabréf SUGRE verkefnisins (á ensku):