Til eru ýmsar tæknilausnir sem geta hentað til að koma í veg fyrir mengun og umhverfisvanda Gert er ráð fyrir að fólk taki fegins hendi á móti slíkri tækni, en samt verður lítið úr framkvæmdum og skaðinn í umhverfinu hleðst upp. Í verkefninu Create Acceptance er skoðað hvernig menning og hagsmunahópar í hverju tilfelli bregðast við vistvænum nýjungum. Verkefninu er ætlað að móta aðferðir við að auðvelda samskipti við almenning, einkum þá er hagsmuna eiga að gæta á þeim vettvangi sem nýjungar koma fram.  SMART-H2 verkefnið hefur verið eitt þeirra verkefna sem voru notuð til að prófa aðferðirnar jafnóðum, en þeim er safnað saman undir heitinu ESTEEM.

Nú er verkefninu Create acceptance lokið. Sett hefur verið upp á netinu vefgátt sem getur leitt verkefnisstjóra eða ráðgjafa þeirra í gegn um heppilegar aðferðir til að sinna hagsmunaaðilum og nágrönnum sem tengjast þeim. Aðferðin er mótuð af reynslu frá fjölmörgum löndum og er fólgið helst í því að undirbúa jarðveg fyrir nýja tækni eða starfsemi sem ekki er augljóst hvernig muni snerta almenning. Aðferðin byggir á samráði og hvernig hægt er að takast á við hagsmunaárekstra, greina frá verkefni, velja samstarfsaðila og semja fram að ásættanlegri lausn. Aðferðin hentar helst með mati á umhverfisáhrifum ef starfsemin krefst þess en hentar einnig fyrir minni verkefni. Þar sem almenningi er leyft að fylgjast með og er til samráðs um það hvernig stýra þeim breytingum sem ef til vill fylgja í kjölfarið.

Innan Íslenskrar NýOrku var SMART-H2 verkefnið notað sem tilraunaverkefnum í þessu efni og hefur tvívegis verið haldinn vinnustofa með ýmsum aðilum þjóðfélgasins. Sú fyrri var haldin í maí 2007 og sú síðari í Janúar 2008. Yfilit um niðurstöður úr fyrri umræðunni  eru hlekkjaðar við heitið.  Aðalatriðin voru þau að fólk virtist ekki gera greinarmun á verkefnum Íslenskrar NýOrku annars vegar (sem eru í eigu ýmissa fyrirtækja) og stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar, sem á aðeins lítið brot í fyrirtækinu.

Á síðari vinnustofuna var boðið 45 gestum og mættu um 20 manns. Þar voru  ræddar allar þær eldsneytisgerðir sem boðsgestum fannst við hæfi að prófa og rannsaka við íslenskar aðstæður. Stúdnetar eru að vinna upp úr gögnunum sem var safnað við þetta tækifæri en umræður voru málefnaefnar og fjörugar, menn sýndu mikinn áhuga og breidd í hugmyndum var talsverð. Nðurstöður verða nýttar til að móta framtíðarsýn sem síðan verður unnið upp úr í afmörkuðum stúdentaverkefnum við Háskóla Íslands, enda stóð stofnun Sæmundar fróða fyrir vinnustofufundinum.