Veljið úr verkefnaheitum hér til hægri það verkefni sem vekur forvinti. Tigangurinn er ætíð sá sami: að fyljga úr hlaði nýrri tækni og sjá hvernig hún hentar við íslenskar aðstæður, sem og að prófa áfyllingarbúnað.
Hér fyrir neðan er stutt lýsing á öllum verkefnunum:
Create acceptance er ráðgjöf til verkefnastjóra um það hvernig megið ná til almennings í verkefnum.
ECTOS tilraunaakstur með vistvænar borgarsamgöngur.
El-Mobility tilraunaakstur rafgeymabíla, samstarfsverkefni milli Íslands, Grænlands og Færeyja.
Encouraged um orku sem stendur Evrópu til boða á næstu áratugum.
EURO-HYPORT er verkefni sem skoðaði möguleika útflutnings á vetni til Evrópu.
HyApproval er um hönnun evrópskra vetnisstöðva.
HYFLEET:CUTE um akstur strætisvagna sem ganga fyrir vetni. Tilraunaakstrinum er lokið um allan heim og ný kynslóð vetnisvagna nú boðin til sölu. Vagnar voru reknir í Berlín, Peking og Perth auk fjögurra borga í Evrópu.
Hy-Society er um þröskulda sem geta staðið í vegi fyrir að ný tækni komist í almenna notkun.
INTELECT er verkefni sem kortlagði allar ívilnanir sem fyrirfinnast á Norðurlöndunum (auk Grænlands og Færeyja).
Millistykkið er verkefni með það að markmiði að hvetja til aukinnar notkunnar vélahitara fyrir farartæki.
NEEDS er um úthrif frá nýjum gerðum orkuvera, Roads2Hycom er um samstarf héraða um vetnisvæðingu.
New-H-Ship áframhaldandi vinna verkefna sem varða notkun vetnis sem orkugjafa við sjóviðföng.
NoSlone norrænt netverk með það að markmiði að auka samstarf á sviði vistvæns eldsneyti í samgöngum og vöruflutningum.
Prepar-H er safn af reynslupunktum frá þeim sem rekið hafa vetnistækni.
Rafbílar fyrir almenning þar sem íslenskum fjölskyldum bauðst að reynsluaka vetnis- og rafgeymabílum í tvo mánuði.
Rekkevidde (Raundrægni) þar sem notkun hermilíkana eru notuð við að skoða rafbíla nánar og finna raunverulegt drægi þeirra.
Rensea er verkefni með það að markmiði að hanna tvo báta knúna eingöngu með vistvænu eldsneyti.
Roads2HyCOM þar sem fylgst er með, samræma og meta rannsóknir og tilraunaverkefni sem lúta að notkun vetnis sem orkubera.
SMART-H2 er um tilraunaakstur á ýmiss konar bílum og notkun vetnis um borð í skipi.
SUGRE hvetur fólk til að nota visthæfa bíla af hvaða tagi sem er.
Úthrif er um umhverfiskostnað af völdum jarðhitanotkunar.
Vetni til varaafls skoðun á tæknilegu samstarfi um vetnisnotkun í staðföstum efnarafli.
Vetnispípur er lítið verkefni sem athugar pípur til dreifingar vetnis.