26.04.2018 | 13:24 | Flokkur:
Í nýútkominni skýrslu um leiðir fyrirtækja á Norðurlöndum til að tækla sjálfbærni- og loftslagsmál kemur eftirfarandi fram: • Loftslagsmál skipta stjórnendur fyrirtækja gríðarlegu máli• Stór útflutningsfyrirtæki á Norðurlöndum hafa þegar skuldbundið sig til að draga úr eigin útblæstri gróðurhúsalofttegunda (GHL) og leggja þannig sitt á vogarskálarnar gegn hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum• Fyrirtækin sjá glögg tengsl á milli samdrættar í losun GHL, samkeppnishæfni og arðsemi• Fyrirtæki tækju fagnandi stífari markmiðum ríkisstjórna sinna um hraðari samdrátt losunar og innleiðingu aðgerða til að takast á við vandann Sjá skýrsluna í heild sinni í hlekk. ...
17.04.2018 | 08:13 | Flokkur: Rafmagn/Electricity
Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok. ...
03.01.2018 | 09:19 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Við viljum benda á nýja og uppfærða síðu Norsk hydrogenforum. Hún er á norsku en hana má auðveldlega þýða í vafra og lesa á öðru tungumáli upplýsingar um spennandi núverandi og komandi vetnistengd verkefni í Noregi, vetnisfréttir og um ráðstefnur og viðburði í geiranum. Sjá nánar hér hydrogen.no....
02.01.2018 | 09:26 | Flokkur:
Íslensk NýOrka óskar Alberti Albertssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins, hjartanlega til hamingju með að vera sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni nú á nýársdag 2018. Það er gott að sjá að framsækni og áræðni í orkumálum séu metin að verðleikum. Albert hefur sannarlega unnið samfélaginu vel með elju ...
28.11.2017 | 09:10 | Flokkur: Hydrogen/Vetni, NAHA
Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð. Sjá nánar í...
20.02.2017 | 11:12 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
100 vetnisbílar hafa nú verið afhentir sem hluti af verkefninu Hydrogen Mobility Europe (H2ME) sem er þverevrópskt verkefni sem hefur það að markmiði að búa til stærsta net vetnisstöðva á heimsvísu auk þess að fjölga vetnisbifreiðum í umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkefninu, sem má lesa nánar um á síðu verkefnisins og í frétt CTV News....
17.02.2017 | 09:55 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sí...
06.02.2017 | 16:06 | Flokkur: Hydrogen/Vetni, Rafmagn/Electricity
Skipið Energy Observer, sem gengur fyrir rafmagni og vetni leggur brátt í heimsreisu sem mun taka 6 ár.  Á leið sinni mun það heimsækja 50 lönd og koma í 101 höfn til að sýna heimamönnum tæknina um borð. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem má lesa hér og einnig aðra umfjöllun um skipið hér....
07.07.2016 | 10:39 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
David Wenger hjá Wenger Engineering GmbH hefur nú ekið MB vetnisbíl í 2 ár og lýsir upplfiun sinni í nýlega útgefinni samantekt. Þar segir hann frá reynslu sinni hvað varðar innviði fyrir vetnisbíla, notkun smáforrita sem halda utan um stöðu vetnisstöðva og akstur bílsins sjálfs. Sjá nánar í umfjöllun Green Car Reports og kynningu Wengers....
Next page »