Íslensk NýOrka sinnir verkefnisstjórnun, rannsóknum, kynningum og  skýrsluvinnu í samvinnu við mörg fyrirtæki og stofnanir, innanlads sem utan. Mörg þessara verekfna eru styrkt af Evrópusambandinu og þess vegna eru niðurstöðurnar jafnan settar fram á ensku. Fyrirtækið hefur jafnframt sterk sambönd við bifreiðaframleiðendur í Asíu, Ameríku og Evrópu, framleiðendur efnarafala og tæknikerfa sem nýta vetni. Íslensk NýOrka getur einnig veitt upplýsingar og ráðgjöf um val á búnaði, þróun tækninnar og notkun hennar í ýmsum aðstæðum.

Við bjóðum uppá fyrirlestra fyrir hópa - sjá hér til hægri.

Við bjóðum einnig uppá ráðgjöf, þá aðllega að mótun visthæfrar samgöngustefnu - sjá nánar hér til hægri.