dscn0029Fyrirtækið var stofnað 1998. Síðan þá hefur NýOrka hlotið yfir 10 verkefnastyrki úr rammaáætlunum Evrópusambandsns (FP4 - FP7) ýmist sem verkefnisstjórar eða þátttakendur undir  stjórn annarra. Einnig hafa fengist styrkir úr Norrænum áætlunum og nokkrir frá Orkusjóði sem og tækjasjóði Rannís. Reynsla af samvinnu við fyrirtæki og rannsóknahópa er því víðtæk.

Ráðgjöf okkar lýtur helst að mótun visthæfrar samgöngustefnu og hvaða farartæki myndu henta fyritækjum og sveitarfélögum. Ekki einasta höfum við útvegað rafgeymabíla og vetnisbíla til útleigu heldur hefur samstarf okkar við raforkufyrirtækin um aðstöðu til hleðslu á rafbílum og rekstur vetnisstöðvar gefið okkur góða yfirsýn um slíka tækni. Jafnframt hefur um tugur stúdenta unnið að rannsóknarverkefnum sínum hér.

Okkar stefna er að fylgjast vel með öllum gerðum nýtæknibíla. Að auki notar starfsfólk hjól og strætisvagna þegar það hentar. Árið 2008 gáfum við út bækling: Visthæf ökutækjastefna. Við höldum gjarna kynningar fyrir fyrirtæki og stofnanir um samgöngutækni og útblástur í formi ráðgjafar, höldum fyrirlestra sé þess óskað um starfsemi og reynslu okkar. 

 

Skoðið bæklinginn um visthæfa ökutækjastefnu.