27.02.2015
Verđ raf-jepplings undir NOK 500.00

Hyundai ix35 Fuel Cell bílar, sem framleiddir hafa verið síðan 2013, kosta nú frá 499.900 krónum í Noregi og því á færi fleiri neytenda en áður. Hyundai ætlar sér að verða leiðandi á rafbílamarkaði enda eru bílarnir á góðu verði í Evrópu, segir Thomas Rosvold, framkvæmdastjóri Hyundai í Noregi. ix35 hefur um 600 km drægi og útblástur hans er eingöngu vatnsgufa. Áfylling tekur nokkrar mínútur.

Í dag eru fimm vetnisstöðvar í Noregi sem reistar voru til að sinna bílum í tilraunaverkefnum. Ulf Hafseld hjá HYOP, telur nauðsynlegt er að fjölga stöðvunum á Oslóar svæðinu, til dæmis, til þess að auka útbreiðslu bíla sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum.

Sjá nánar hér