05.09.2012
Nordic Sustainable Logistic Network (NoSlone)

Áhugi eykst sífellt á að auka nýtingu á vistvænu eldsneyti. Áherslur hafa helst verið á hefðbundna bíla en áhugi eykst einnig í öðrum þáttum samgangna, í þessu tilfelli vöruflutningar og fleira. Komið hefur verið á fót norrænu netverki til að auka samstarf á þessu sviði. Íslensk NýOrka er þátttakandi í upphafsskrefum verkefnisins og er markmið þess að tengja saman mismunandi aðila sem starfa í þessum geira, auka samstarf og skapa ný tækifæri til verkefnasamstarfs.

Eins og kemur fram á vefsíðu verkefnisin www.NoSlone.com þá er helsti fókus NýOrku tengd báta og skipaverkefnum. NoSlone er að taka sín fyrstu skref en NýOrka hefur nú þegar myndað tengsl við allmörg fyrirtæki sem vinna að nýtingu rafmagns (rafgeymar eða efnarafalar) en einnig er áhugi fyrir að koma upp tengslum við aðila sem stefna að því að nýta annað vistvænt eldsneyti, t.d. lífdísel, o.s.frv.

Við höfum því áhuga á að heyra frá öllum þeim sem áhuga hafa á verkefninu í heild og vilja tengjast netverkinu á einn eða annan hátt.

Frekari upplýsinar veitir Jón Björn Skúlason, skulason@newenergy.is